Q: Hvar kaupi ég miða?
A: Miðasala fer fram hér á vefsíðunni. Það er á forsíðunni!

Q: Hvenær byrjar Sumargleðin og hvenær er hún búin?
A: Sumargleðin byrjar kl. 18:00 og hætt er að hleypa inn í húsið kl 20:15. Hátíðinni lýkur kl 23:15.

Q: Hverjir mega koma á Sumargleðina?
A: Allir sem eru í 8-10. bekk í grunnskóla mega koma! Þ.e.a.s. árgangur 03', 04' og 05'.

Q: Eru fatareglur?
A: Nei! Það eru ekki neinar fatareglur en auðvitað hvetjum við alla til að klæða sig skynsamlega.

Q: Er hægt að kaupa eitthvað á hátíðinni?
A: Já það verður sjoppa á svæðinu frá Coke, Dominos og Nóa Siríus auk þess sem heitur matur verður í boði!

Q: Má fara út og koma aftur inn á hátíðina?
A: Nei það má ekki, nema að um neyðartilvik sé að ræða í fylgd öryggisgæsluliða.

Q: Hvert fara rúturnar?
A: Selfoss, Hveragerði, Akranes, Borgarnes, Reykjanesbæ og nærliggjandi svæði!

Q: Kostar aukalega í rúturnar og fara þær bara heim?
A: Það kostar aukalega 2.250,- krónur í rúturnar.

Q: Hvar læt ég vita að ég vilji fara í rútu?
A: Þegar að þú skráir miðann í uppsetningarferlinu getur þú hakað við rútuskráningu ef póstnúmerið er rétt. Annars geturu sent okkur póst líka!

Q: Hvað kostar á Sumargleðina?
A: Miðinn kostar 3.390 krónur í forsölu en 4.490 krónur eftir að forsölu lýkur. Auk þess fá öll langveik börn og aðstandendur þeirra frítt á hátíðina!

Q: Ég lenti í vandræðum við kaup á miða. Hvað geri ég?
A: Hafðu samband við okkur í síma 666-6997! Öll tölvuvandræði geta einnig verið leyst í gegnum netfangið sumargledi@sumargledi.is,

Q: Kemst ég inn á hátíðina í hjólastólnum mínum?
A: Að sjálfsögðu, mjög gott aðgengi er fyrir hjólastóla og sér svæði á gólfi fyrir þá.

Q: Hvað geri ég ef foreldri minn fékk ekki tölvupóst?

A: Þú sendir okkur póst á sumargledi@sumargledi.is og við kippum þessu í lag fyrir þig!

Q: Hvernig hef ég samband við viðburðastjórnendur?

A: Þú hringir í síma 666-6997 ef einhverjar spurningar vakna eða sendir okkur póst á sumargledi@sumargledi.is!

Q: Er útisvæði?
A: Já! Það er afgirt svæði þar sem gæsluliðar vakta auk þess sem ýmsa afþreyfingu má finna þar.

Q: Er einhver önnur afþreying á svæðinu?
A: Já, allskonar afþreyingu má finna á svæðinu.

Q: Hvað get ég gert ef veikindi koma upp? t.d. flogakast eða ofnæmi.
A: Sjúkraliðar eru með sjúkraherbergi á svæðinu, auk þess sem björgunarsveitin og þaulvanir gæsluliðar standa vörðinn.

Q: Mega foreldrar mínir koma á Sumargleðina?
A: Já, allir foreldrar og forráðamenn eru velkomnir, þeir hafa sína eigin aðstöðu á tónleikunum en þeir þurfa þó að ganga innum sér inngang merktan "foreldrar/forráðamenn". Vilja þeir fara á svæði ungmenna skal það þó vera í fylgd öryggisgæslumanna.

Q: Ég fékk engan staðfestingarpóst eftir kaup í forsölu.
A: Við innilega afsökum það. Sendu okkur póst og við græjum málið á augabragði!

Q: Armbandið mitt er týnt eða skemmt.
A: Það er ekkert mál að fá afhent nýtt armband. Þú getur komið aðeins fyrr um daginn þann 10. júní eða aðra daga sem að afhending er í gangi. Staðsetningar og tíma má finna hér: https://sumargledi.is/pages/tickets/

Q: Ég er ekki búinn að fá armbandið mitt í pósti.

A: Ef það er búið að greiða fyrir armbandið og staðfesta póstinn sem forráðamaður fékk í kjölfar kaupanna á miðinn að vera farinn í póst til þín. Yfirleitt er ekki búið að staðfesta miðakaupin af forráðamanni. Ef það á ekki við um þig, rekjum við staðsetningu armbandsins fyrir þig!

Q: Hvenær fara rúturnar?
A: Allar upplýsingar um staðsetningar og tíma verða sendar á netföng miðahafa og forráðamönnum hjá þeim sem eru skráð í rútu í byrjun júní mánaðar.

Q: Ég gleymdi að skrá mig í rútu.
A: Þú getur uppfært skráninguna þína og keypt stakann rútumiða hér: https://sumargledi.is/tickets/purchase/bus/

Q: Hvar get ég sótt armbandið mitt.
A: Ef þú valdir ekki að fá armbandið þitt sent heim, getur þú sótt það til okkar á þeim tímum sem auglýstir eru. Sjá þá hér: https://sumargledi.is/pages/tickets/

Q: Get ég fengið endurgreitt?

A: Skv. skilmálum færsluhirðar okkar getum við einungis endurgreitt miða 14 dögum frá kaupum. Við þurfum að fá upplýsingar um kortið sem greitt var með til þess að bakfæra færsluna. Armbandið sem sent hefur verður gert ógilt og mun ekki hleypa neinum öðrum inn í húsið.

Q: Ég er að útskrifast sama kvöld, kemst ég inn eftir að húsið lokar?

A: Já, undantekningar eru gerðar fyrir útskriftarnema og eru því verðir við útgang allt kvöldið.

Hefur þú aðra spurningu? Sendu okkur línu á sumargledi@sumargledi.is!