Upplýsingar fyrir forráðarmenn

Til þess að staðfesta miða á Sumargleðina þarf forráðarmaður að sjá um staðfestingu á miðanum hér á síðunni. Þetta er gert í gegnum heimasvæði forráðarmanns. Við miðakaup er búinn til aðgangur fyrir forráðarmann. Ef að forráðamaður er skráður inn þegar miðakaupin eiga sér stað ætti honum að vera beint á heimsvæði sitt að miðakaupum loknum án þess að þurfa að skrá sig inn aftur.

Sé miðahafi hinsvegar ekki skráður inn við miðakaup þarf hann að byrja á því að endurstilla lykilorð sitt áður en hann getur skráð sig inn. Þetta er gert hér

Þegar forráðamaður hefur skráð sig inn er honum beint inná sitt heimasvæði. Athugið að það er einnig hægt að nálgast þetta svæði með því að smella á merkið af notanda efst á síðunni. Inná þessu svæði fer staðfesting á miðakaupum fram. Forráðamaður fær upp alla miðahafa sem að hann er skráður fyrir. Við hvern miðahafa er hnappur sem er merktur "Staðfesta". Smellið á þennan hnapp til þess að klára staðfestingarferlið. Forráðarmaður sér stöðu á hverjum miðahafa og staðan uppfærist eftir því sem að hann staðfestir miða.

Ef að upplýsingar sem að koma fram á heimasvæði miðahafa eru ekki réttar ekki hika við að hafa samband