Sumargleðin 2019. Miðasöluferli.

Til þess að kaupa miða á sumargleðina 2019 þarf að auðkenna sig með því að stofna nýjan notendaaðgang hér á síðunni. Þetta er hægt að gera með því að smella hér.

Mikilvægt er að hafa í huga að netfang hvers notanda er notað til þess að búa til aðgang. Netföng mega því ekki vera eins hjá forráðarmanni og miðahafa.

Eftir að nýskráningu er lokið er hægt að halda áfram á sölusíðu fyrir miðakaup.

Á sölusíðu fyrir miðakaup er slegið inn viðeigandi upplýsingar fyrir miðahafa og alla forráðarmenn sem að eru ábyrgir fyrir miðahafa. Forráðamenn sjá svo um að staðfesta miða en vekja skal athygli á því að það er nóg að aðeins einn forráðamaður staðfesti miðann þrátt fyrir að fleiri en einn séu skráðir.

Á sölusíðunni er einnig hægt að bæta við auka vörum tengdum miðanum eins og heimsendingu á armbandi og far með rútu. Miðasöluskráningin kannar hvort að rúta fari frá þínu póstnúmeri og bíður uppá að velja rútu í því tilfelli.

Notendaskráningar tengdar miðasölu

Við skráningu á miðaupplýsingum um miðahafa og forráðarmenn er stofnaður aðgangur alla fyrir miðahafa og forráðarmenn sem eru tengdir hverjum miða. Ef að við tökum dæmi að Jón Jónsson sé forráðamaður með netfangið jon@jon.is þá er sjálfkrafa búinn til aðgangur fyrir netfangið jon@jon.is. Til þess að komast inná þennan aðgang þarf viðkomandi að endurstilla lykilorðið sitt í fyrsta skipti sem að hann skráir sig inn. Þetta er hægt að gera hér.


Athugið að notandi sem er skráður inn við miðakaup þarf ekki að endurstilla lykilorðið sitt. Lykilorðið helst það sama og þegar hann bjó til nýjan aðgang í upphafi.

Karfan þín

Efst á síðunni má sjá þrjú mismunnandi merki. Eitt af því er mynd af körfu en hún sýnir stöðuna á núverandi pöntun hverju sinni. Pöntun helst opin svo lengi sem að það hefur ekki verið gengið frá greiðslu. Með því að smella á körfuna geturu séð yfirlit yfir pöntun og breytt vörum í pöntunninni.