Tilkynning vegna Covid19


Undanfarið hafa okkur borist fjöldi spurninga vegna Covid19 faraldursins og stöðuna á Sumargleðinni 2020. Sumargleðin 2020 var endurskipulögð eftir að góður árangur hafði náðst í samfélaginu um baráttu við veiruna og var 21. ágúst talin góð dagsetning. Sérfræðingar, yfirvöld og aðrir sem rannsakað hafa veiruna töldu faraldurinn áhættuminni fyrir ungmenni, og var því talið að Sumargleðin gæti farið eðlilega fram. Enn er stefnt á að halda Sumargleðina að óbreyttu 21. ágúst næstkomandi en við tökum endanlega ákvörðun um það þann 13.ágúst næstkomandi þegar að frekari takmarkanir verða tilkynntar og við ráðfært okkur við heilbrigðisyfirvöld.


Við viljum hvetja ykkur til að fylgjast vel með á okkar miðlum. Það stendur ekki til að aflýsa hátíðinni heldur verður henni þá seinkað þangað til öruggt verður að halda hana. Þeir sem hafa keypt miða á hátíðina geta notað miðann á nýrri dagsetningu ef svo verður.


Við vonum að sjálfsögðu að faraldurinn verði í lágmarki aftur og unnt verði að halda hátíðina. Ykkar öryggi er þó okkur efst í huga, ásamt því að stuðla að skemmtilegri og jákvæðri upplifun af stórtónleikum sem þessum.

Takk kærlega fyrir.


Öryggið þitt skiptir okkur öllu máli!

Sumargleðin skal framfylgja öllum þeim tilmælum og ákvæðum sem henni hefur verið settar vegna þess ástands sem nú varir yfir. Ákvörðun var tekin um að halda Sumargleðina 2020 í samráði við þá aðila sem að henni koma og þurfa að veita hátíðinni leyfi og umsögn.

Sú fjöldatakmörkun sem nú er í gildi af yfirvöldum gildir fyrir fullorðna. Árgangurinn sem fæddur er árið 2004 og má kaupa miða á Sumargleðina 2020 telur til tölu fullorðinna, og eru því takmarkanir og fjölda miða í boði samkvæmt þeim takmörkunum sem eru í gildi þar sem starfsmenn eru meðtaldnir.

Sumargleðin gætir að allir gestir, starfsfólk og aðrir aðstaðendur fái bestu mögulegu aðstöðu vegna þessara. Allir þeir sem vilja halda fjarlægð geta það og mun hátíðin gera ráðstafanir í öllum þeim samkomurýmum sem eru til staðar. Gestir munu ávallt eiga kost á að leita í sótthreinsibúnað hvar sem þeir eru staddir í húsnæðinu.

Allir starfsmenn og aðrir aðstaðendur hátíðarinnar verða kynntir fyrir þeim ráðstöfunum sem í gildi verða, hvaða úrræði eru í boði og hvaða viðbragðsáætlun er í gildi. Gestir geta ávallt leitað til næsta starfsmanns vegna þessa málefna og leitað sér upplýsinga.