Ef þú hefur keypt póstsendingu mun miðinn þinn berast heim til þín í pósti! Öll armbönd eru sett í dreifingu eftir 1. ágúst næstkomandi.

Ef þú keyptir ekki póstsendingu, er hægt að sækja miðann á eftirfarandi tímum í miðasöluskúr við Kaplakrika:

    18.ágúst, klukkan 17:00 - 20:00.

    19.ágúst, klukkan 17:00 - 20:00.

    20.ágúst, klukkan 17:00 - 20:00.

    21.ágúst, klukkan 09:00 - 15:00.


Athugið að enginn miði er afhentur eða settur í póst fyrr en réttur forráðamaður hefur verið skráður og forráðamaður hafi staðfest miðann á sínu heimasvæði. Ef þú átt eftir að skrá forráðamann getur þú gert það með því að skrá þig inn með netfanginu og lykilorði sem þú notaðir þegar miði var keyptur.

Ekki verður hægt að kaupa póstsendingu eftir 14. ágúst. Póstsending og annar kostnaður sem fylgir þeim valmöguleika greiðist af miðahafa, 490 krónur, sem greiðist þegar keypt er miða á hátíðina.