KAUPA MIÐA

Vegna fjölda fyrirspurna:

Athugið að nýjar takmarkanir sem tilkynntar voru 30.júlí 2020 hafa ekki áhrif á miðasölu eða skipulagningu Sumargleðinnar 2020 eins og er. Ef takmarkanir breytast frekar, munu allir miðahafar fá skilaboð um þær breytingar sem verða sem og tilkynning verður sett á miðlana okkar. Sumargleðin hefur öryggið í fyrirrúmi og mun gera ráðstafanir vegna þeirra takmarkanna sem eru í gildi, hvað varðar starfsmannahald og skipulagningu. Frekari upplýsingar verða tilkynntar bráðlega.

Ef póstur barst ekki þegar búinn var til nýr aðgangur, prófaðu að ýta á "gleymt lykilorð". Pósturinn virðist oft lenda í ruslhólfi eða auglýsingahólfi hjá miðahöfum.

Áfram takkinn virðist stundum ekki virka almennilega þegar keypt er í farsíma. Unnið er að vinna í lagfæringu, en þangað til bendum við á að klára kaupin í tölvu eða öðrum vafra.

Muna þarf að skrá forráðamann inn á svæði miðahafa. Forráðamenn þurfa að staðfesta miðann áður en miðinn er sendur í póst eða miði er sóttur. Ef miði er óstaðfestur fyrir 21.ágúst, verður miðinn gerður ógildur.
Stuttar leiðbeiningar vegna miðasölu:

  1. Smelltu hér að ofan á kaupa miða.
  2. Stofnaðu nýjan aðgang hér á síðunni. Settu inn kennitölu miðahafa.
  3. Settu inn netfang miðahafa og passaðu að það sé rétt innslegið. Póstur sendist í kjölfarið til staðfestingar, hann gæti endað í ruslhólfi eða auglýsingahólfi ef þú finnur hann ekki!
  4. Veldu þér lykilorð. Mikilvægt er að velja lykilorð sem þú mannst því þú getur alltaf skráð þig inn aftur og bætt við upplýsingum eða séð yfirlit yfir þína pöntun (í augnablikinu birtist það yfirlit ekki en er væntanlegt!).
  5. Nú velur þú að kaupa miða eða að skrá forráðamann. Það skiptir ekki máli í hvaða röð þetta er gert, en mikilvægt er að gera bæði.
  6. Eftir að hafa valið kaupa miða, getur þú valið hvort þú vilt kaupa póstsendingu heim til þín eða rútuferð til viðbótar sé hún í boði.
  7. Nú greiðir þú fyrir miðann og tryggir þér miðann í leiðinni. Tölvupóstur ætti að hafa borist þér til staðfestingar á því.
  8. Mundu að skrá forráðamann ef það var ekki gert áður en miði var greiddur!
  9. Sjáumst á Sumargleðinni 2020!
Miðasalan hefur aldrei byrjað jafn hratt og á föstudaginn síðasta og því þurftum við að stöðva hana tímabundið.
Ef þú varst búin/nn að skrá þig en fékkst engan póst ertu örugg/öruggur með miða. Ef pósturinn hefur ekki enn borist, getur þú smellt á gleymt lykilorð.

Við lokuðum sölunni tímabundið til þess að passa að miðarkaup fari rétt fram, að póstar séu að berast rétt og að fjöldatakmörkunum sé framfylgt hjá ungmennum fæddum árið 2004. Við höfum nú tryggt þessa hluti en áfram er unnið að betrumbætingum eftir athugasemdir miðahafa og forráðamanna. 

Takk fyrir frábær viðbrögð, það stefnir í stærstu og flottustu Sumargleðina til þessa!
Innilega afsakið óþægindin sem hafa hlotist af þessu.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur spurningar. Sumarkveðjur 💛


INNSKRÁNING